Um mig

Hafdís Einisdóttir er fædd 1989 og byrjaði að gera dúkristur 2019, það varð strax að mikilli ástríðu og listformið er einstaklega heillandi og áþreifanlegt.

Hvert prent er algjörlega einstakt þar sem þau eru öll handprentuð og koma aldrei alveg eins út.

Einungis eru prentuð hámark 30 eintök af hverri dúkristu og eru öll prentin númeruð og árituð á bakhlið.

 

Einnig hefur Hafdís smíðað skartgripi í einhverju formi síðan 2008 og hóf nám í gullsmíði 2017.

Eyrnalokkarnir sem eru í boði eru allir handsmíðaðir úr silfri og algjörlega einstakir þar sem engir tveir eru alveg eins, þeir eru flæðandi, óregluglegir og mikil tilfinning lögð í þá.